Eitt kíló af Þykkvabæjar rauðum kartöflum kostar nú 515 krónur í Krónunni en rauðar kartöflur frá SFG kosta 398 krónur í Bónus. Munurinn er 29 prósent. Eins er 25 prósent munur á einu kílói af Þykkvabæjar gullauga sem kostar 498 krónur í Krónunni. Gullauga frá SFG kostar 398 krónur í Bónus.
Það má gera ráð fyrir því að kartöflur verði víða á borðum landsmanna um jólahátíðina og því getur munað töluverðu í jólamatarkörfunni á því hvar kartöflurnar eru keyptar.
Fjölskylda sem notar fimm kíló af kartöflum greiðir rúmlega 500 krónum meira hjá Krónunni en Bónus.
Mannlíf hefur að undanförnu bent á krónusamráð milli Bónuss og Krónunnar en það á ekki við í þessu tilfelli.