Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Páll segir Samherja brotaþola í Namibíu: „Mun RÚV biðja Samherja afsökunar?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Páll Vilhjálmsson spyr hvort Rúv muni biðja Samherja afsökunar og jafnvel hvort Rúv verði lagt niður.

Einn umtalaðasti framhaldsskólakennari landsins, Páll Vilhjálmsson, skrifaði nýja bloggfærslu á jóladag þar sem hann fjallar enn og aftur um Samherjamálið.

Í færslunni segir hann málaferlin sem nú standa yfir í Namibíu vegna spillingar í sjávarútveginum þar í landi og Samherji hefur tengst, sýni að Samherji sé brotaþoli í málinu. Þá spyr hann hvort Rúv muni biðja útgerðafélagið afsökunar og jafnvel leggja upp laupana. Færsluna má lesa í heild sinni hér að neðan:

„Níu Namibíumenn eru ákærðir í dómsmálinu sem rekið er í Namibíu, og snýst um úthlutanir veiðiheimilda. Kjarni dómsmálsins breytingar eru sem gerðar voru á fiskveiðilöggjöf landsins árið 2015 og hvernig þeim var framfylgt.

Einn ákærðra, Bernhardt Esau, var sjávarútvegsráðherra Namibíu 2010 til 2019. Namibian Sun hefur eftir Esau að tilgangur lagabreytinganna 2015 hafi verið  ,,að opna iðnaðinn og afnema einokun Namsov og Erongo Marine Enterprises.“

,,Mér var hótað fangelsi eftir að ég lækkaði kvóta Namsov og Erongo Marine Enterprises,“ segir Esau í frétt Namibian Sun.

- Auglýsing -

Lagabreytingarnar 2015 fólu í sér að opinberri stofnun, Fishcor, var heimilt að selja kvóta í þágu samfélagslegra verkefna. Kvóti Fishcor var tekinn af heildarkvóta. Aðrir, t.d. Namsov og Erogo, fengu minna úthlutað

Tilfallandi athugasemd sagði frá einu aðkomu Samherja að dómsmálinu þar syðra. Samherji einfaldlega keypti kvóta af Fishcor og greiddi fyrir samkvæmt gildandi lögum og reglum. Samherji er brotaþoli, útgerðin var blekkt af namibískum embættismanni, undirmanni Esau.

Fyrir utan dómsmálið í Namibíu eru íslensk yfirvöld með til rannsóknar gögn sem uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson og RÚV afhentu í framhaldi af Kveiks-þætti haustið 2019.

- Auglýsing -

Bréf sem héraðssaksóknari sendi til Namibíu síðast liðinn október og Tilfallandi athugasemd fjallaði um gefur til kynna að rannsóknin hér á landi sé enn á byrjunarreit. Auk héraðssaksóknara er skattrannsóknastjóri með gögn Jóhannesar og RÚV til skoðunar.

Þegar það rennur upp fyrir íslenskum sakamálayfirvöldum að þar syðra í Namibíu er rekið dómsmál sem lýtur eingöngu að spillingu í embættismannakerfinu eru meiri líkur en minni að Namibíumálið, sem RÚV og RSK-miðlar kalla alltaf Samherjamálið, verði fellt niður á Íslandi.

Mun RÚV biðja Samherja afsökunar?

Önnur spurning, öllu mikilvægari:

Verður RÚV lagt niður þar sem stofnunin er stórhættuleg réttarríkinu?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -