- Auglýsing -
Nú hefur Veðurstofa Íslands gefið út gular viðvaranir á suðaustanverðu og austanverðu landinu vegna norðaustanhríðar.
Kemur fram að fyrsta viðvöruninn gildir á Suðausturlandi til klukkan 16 síðdegis.
Þá er aftur búist við norðanhríð á Suðausturlandi í fyrramálið; nær hún líka inn á Austfirði.
Ekki er búist við því að veðrið gangi niður fyrr en um miðnætti á fimmtudagskvöld.