Ársreikningur Samherja Holding, sem Þorsteinn Már Baldvinsson leiðir, inniheldur sterkan siðaboðskap. Þar er tekið af skarið með að fyrirtækið umberi ekkert svindl og svínarí. Hjá Samherja Holding er mikilvægt að unnið sé af heilindum og „við líðum ekki spillingu af neinu tagi,“ vitnar Kjarninn í ársreikninginn.
Þessi boðskapur Þorsteins Más og félaga er ekki síst merkilegur í því ljósi að fyrirtækið er grunað um mútur, skattasniðgöngu, peniongaþvætti og önnur lögbrot í Namibíu, Færeyjum og víðar. Rannsókn er yfirstandandi á fyrirtækinu á Íslandi.
Umræðan um Samherja og uppljóstranir tengdar fyrirtækinu hafa haft mjög slæm áhrif á ímynd þess og stjórnendanna sem áttu hlut í Nígeríubraskinu. Það er af sem áður var þegar fyrirtækið var eitt það dáðasta á landinu. Niðurstöðu saksóknara á Íslandi er að vænta á þessu ári og þá kemur í ljós hvort ákært verður …