Samkvæmt dagbók lögreglu á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um umferðaróhapp þar sem ekið hafði verið á ljósastaur og ökumaður flúið vettvang. Ökumaður fannst ekki. Nokkrum klukkustundum síðar bar samviska ökuníðingsins hann ofurliði og ökumaður bifreiðarinnar gaf sig fram til lögreglu.
Þá var tilkynnt um eld í íbúðarhúsnæði ekki kemur fram hvar í borginni hann var en samkvæmt upplýsingum annaðist lögreglustöð 2 (Hafnarfjörður-Garðabær- Álftanes) atvikið. Mikið tjón var á íbúðinni en enginn slasaður.
Töluvert var um akstur bifreiða undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Ökumenn voru sendir í blóðsýni og sviptir ökuréttindum.