Glúmur Baldvinsson á í mesta basli en hann finnur ekki skófluna sína. Hann birti færslu og ljósmyndir á fésbókarsíðu sinni og tilkynnti fylgjendum sínum að hann hafi gleymt að setja skófluna inn. Merkja má á færslu Glúms að snjóþyngslin séu farin að þreyta kappann. Vona má að einhver geti rétt honum hjálparhönd og lánað honum skóflu.
Þetta er orðið all verulega þreytandi. Ég gleymdi að taka skófluna inn fyrir vetrarhvellinn og það er svo erfitt að finna skóflu í snæþöktu landi. Jafn erfitt og að finna gleraugu án gleraugna. Eða linsu án linsu. Svo nú þarf ég skóflu til af finna skóflu. Dreaming of a White Christmas my arse.
Gleðilega hátíð.