Miðvikudagur 25. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

13 ára stúlka hvarf þremur dögum fyrir jól: „Við getum hjálpað þér, þú verður ekki skömmuð.“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lyla Lake er 13 ára stelpa frá Hampshire í Bretlandi.  Hún hvarf frá heimili sínu þann 21. desember síðastliðinn.

Umfangsmikil leit hófst í heimabæ stúlkunnar, Basingstroke, stuttu eftir hvarf hennar. Nathan Lake, faðir Lylu, sendi yfirlýsingu til fjölmiðla þar sem hann grátbað um aðstoð. „13 ára dóttir mín, Lyla, hefur verið týnd í fimm nætur. Við viljum biðja þá sem hafa einhverjar upplýsingar um hvar hún gæti verið að stíga fram. Lyla er mjög feimin og óþroskuð miðað við aldur. Hún fer aldrei ein út á kvöldin og hefur ekki einu sinni gist annarsstaðar en hjá fjölskyldumeðlimum. Lyla, ef þú heyrir þetta, pabbi elskar þig. Komdu heim, þó þú sért í vandræðum, við getum hjálpað þér, þú verður ekki skömmuð.“

Lyla með föður sínum. Mynd: Mirror

Lögreglan birti mynd af Lylu úr öryggismyndavélum á lestarstöð í bænum Reading sem er í um hálftíma akstursfjarlægð frá Basingstroke. Lyla fannst í gær eftir viku leit, heil á húfi. Ekki er enn vitað hvað hún hafi ætlað sér að gera í Reading eða hvers vegna hún lét sig hverfa yfir jólin.

Mynd úr öryggismyndavélum í Reading. Mynd: Mirror

„Það gleður okkur að segja frá því að 13 ára stúlkan sem hvarf frá bænum Basingstroke,  sé fundin heil á húfi. Við þökkum öllum veitta aðstoð,“ sagði í tilkynningu frá lögreglunni í Hampshire.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -