Skemmtilegar umræður hafa skapast við þráð, hins ástsæla tónlistarmanns og söngvara, Valdimars Guðmundssonar, eftir að hann tísti um eftirlætiskonfektmolana sína: „Hér má sjá uppáhalds molana mína hjá Nóa og Quality Street. Ég á alltaf frekar auðveldan aðgang að þessum molum í fjölskylduboðum og því velti ég fyrir mér og spyr: Er þetta óvinsæl skoðun?“
Smekkur manna er misjafn eins og athugasemdirnar bera vott um. Viktoría A. Blöndal er stóryrt og ritar: „Fyrirgefðu kære ven. u are cancel – sorry. Óbærilegt en bara sannleikur“
Á meðan margir virðast honum þakklátir og skrifar meðal annars Edda Rós:
„Fólk eins og þú, sem borðið vondu molana, eruð mjög mikilvægur og vanmetinn hópur. Takk.“
Þá eru einhverjir sem eru honum hjartanlega sammála, þeirra á meðal er Guðmundur Karl Sigurdórsson sem segir: „Styð þig 100%. Myndi slást við þig í fjölskylduboði.“
Færslu Valdimars má sjá hér fyrir neðan:
Hér má sjá uppáhalds molana mína hjá Nóa og Quality Street. Ég á alltaf frekar auðveldan aðgang að þessum molum í fjölskylduboðum og því velti ég fyrir mér og spyr: Er þetta óvinsæl skoðun? pic.twitter.com/3Jovm09Owy
— Valdimar Guðmundsson (@ValdiMumma) December 27, 2022