Fjöldi Íslendinga urðu fárveikir eftir hangikjötsveislu á veitingastaðnum Nostalgía á Tenerife á jóladag.
Í Facebook hópi íslenskra Tenerife-fara skrifaði Tinna nokkur færslu í dag þar sem hún spyr hvort einhverjir hafi orðið veikir eftir að hafa borðað hangikjöt á Nostalgíu á Tenerife á jóladag:
„Smá forvitni.
Er einhver hér sem borðaði hangikjöt á Nostalgíu á jóladag og veiktist eftir það, sama kvöld/ nótt eða daginn eftir ? (ælupest/niðurgangur).“
Nokkrir hafa skrifað athugasemdir við færsluna og sagt frá sínum veikindum eftir jólamatinn á Nostalgíu. Þar á meðal Stefán: „Við vorum 6 saman og allir urðu mjög veikir nema ég. Ég var sá eini sem borðaði ekki uppstúfinn, þannig að það var líklega frekar uppstúfurinn.“
Ekki var Tinna sammála að uppstúfurinn hafi verið sökudólgurinn: „við vorum 8 sem borðuðum, 5 urðu mjög veikir – hinir þrír allir með í maganum.
En getum ekki tengt það við uppstúfinn hjá okkur.“
Eigandi staðarins, Herdís Hrönn Árnadóttir svaraði færslunni þar sem hún sagðist vita af nokkrum veikindum en verið sé að skoða málið og hvort um sé að ræða ælupest eða ekki.
„Endilega hafðu samband við mig því ég vil endurgreiða öllum sem urðu veikir. Það urðu nokkrir veikir , og því mögulegt að einhver hangikjötsrullan verið ekki í lagi. Erum að skoða þetta með framleiðandanum. Eða hvort um ælupest hafi verið að ræða. Því við vitum af ækupest hjá folki sem ekki var á Nostalgia“
Á öðrum stað þar sem einstaklingur lýsir veikindunum og að ekki sé um ælupest að ræða eingöngu, svarar Herdís Hrönn aftur og segist miður sín: „æjjj en hræðilegt. Við erum alveg miður okkar yfir þessu að sjálfsögðu fá allir endurgreitt þess vegna væri gott ef þú gætir send mér privat skilaboð með hafa hop þú til heyrðir.“