Rétt fyrir jól skoraði Sr. Skírnir á Þjóðkirkjuna að opna safnaðarheimili kirkjunnar fyrir heimilislausu fólki í vetrarhörkunum sem nú tröllríða landinu. Engin viðbrögð bárust frá Þjóðkirkjunni, hvorki opinberlega né í svari til Mannlífs sem spurði í tölvupósti hvernig Þjóðkirkjunni litist á tillögur Sr. Skírnis. Engin svör bárust, frekar en fyrri daginn er Mannlíf sendir spurningar á kirkjuna.
Mannlíf hefur eftir prestinum að hann sé afar óánægður með skort á viðbrögðum frá Þjóðkirkjunni við tillögunni.
„Aumingjaskapur þjóðkirkjunnar birtist í núll viðbrögðum við tillögu frá mér og fleirum um að safnaðarheimilin verði opnuð fyrir heimilislausu fólki nú í vetrarhörkunum. Nóg húsrými er til staðar, en enginn áhugi.