Miðvikudagur 25. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Sr. Skírnir gagnrýnir „aumingjaskap“ Þjóðkirkjunnar: „Sorglegt og mjög sláandi,“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Séra Skírnir Garðarsson gagnrýnir Þjóðkirkjuna harðlega fyrir það sem hann kallar „aumingjaskap“.

Rétt fyrir jól skoraði Sr. Skírnir á Þjóðkirkjuna að opna safnaðarheimili kirkjunnar fyrir heimilislausu fólki í vetrarhörkunum sem nú tröllríða landinu. Engin viðbrögð bárust frá Þjóðkirkjunni, hvorki opinberlega né í svari til Mannlífs sem spurði í tölvupósti hvernig Þjóðkirkjunni litist á tillögur Sr. Skírnis. Engin svör bárust, frekar en fyrri daginn er Mannlíf sendir spurningar á kirkjuna.

Mannlíf hefur eftir prestinum að hann sé afar óánægður með skort á viðbrögðum frá Þjóðkirkjunni við tillögunni.

„Aumingjaskapur þjóðkirkjunnar birtist í núll viðbrögðum við tillögu frá mér og fleirum um að safnaðarheimilin verði opnuð fyrir heimilislausu fólki nú í vetrarhörkunum. Nóg húsrými er til staðar, en enginn áhugi.

Sr Heimir Steinsson skilgreindi þjóðkirkjuna árið 1985 sem „passívan áhorfanda, staðsettan á hliðarlínu hins þjóðfélagslega veruleika“. Ekki hefur ástandið batnað. Þetta er sorglegt og mjög sláandi, séríslenskt fyrirbæri í raun.
Aumingjaskapur íslensku þjóðkirkjunnar er þá bara það sem hún býður okkar minnstu bræðrum og systrum upp á.  Þá er bara að segja „Amen“ á eftir efninu,“ sagði Sr. Skírnir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -