Einn ríkasti Íslendingurinn, athafnamaðurinn Haraldur Þorleifsson íhugaði sjálfsvíg á unglingsárum sínum. Nú er hann tilnefndur sem manneskja ársins á Íslandi.
Haraldur, sem finna má á flestum ef ekki öllum listum yfir tilnefnda manneskja ársins, skrifaði færslu á Twitter í gær þar sem hann segir frá erfiðum unglingsárum sínum. Sagðist hann hafa verið feiminn og óhamingjusamur unglingur. Svo illa leið honum að hann íhugaði sjálfsvíg. Hér er færslan í lauslegri þýðingu en hana skrifaði hann á ensku:
„Þegar ég var unglingur leið mér eins og engum líkaði við mig. Ég labbaði asnalega. Ég var feiminn. Ég grét með sjálfum mér oft. Ég íhugaði sjálfsvíg. Í ár er ég tilnefndur sem manneskja ársins í heimalandi mínu. Ég græt enn með sjálfum mér stundum. En lífið getur batnað ef þú gefur því tíma.“
When I was a teenager I felt like nobody liked me.
I walked funny. I was shy. I cried by myself a lot. I thought about suicide.
This year I’m nominated as person of the year in my home country.
I still cry by my self sometimes.
But life can get better if you give it time.
— Halli (@iamharaldur) December 27, 2022