Miðvikudagur 25. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Kleini afhjúpar kæk í spurt og svarað: „Ég tala ekki um Svölu. Punktur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kristján Einar, betur þekktur sem Kleini, var með spurt og svarað á Instagram reikningi sínum. Þar gafst fylgjendum hans tækifæri á að spyrja hann spjörunum úr og gaf hann sér góðan tíma til að sinna og svara forvitnum.

Spurningarnar fóru um víðan völl og var hann meðal annars spurður hvers vegna hann hafi verið í fangelsi. Kleini útskýrði að hann hafi verið handtekinn fyrir slagsmál en að átta mánaða fangelsisvistin hafi ráðist af því að hann væri útlendingur.

Spurður út í líðan sína svarar hann: „Ég er mennskur, ég á daga þar sem mér líður alveg ágætlega. Svo á ég daga þar sem ég bara …,“ og langt hik kemur á Kleina. Eftir töluverða umhugsun bætir hann við: „ … brotinn – bara mjög brotinn. En ég á góða daga og ég á slæma daga. Ég er mennskur.“

Kleini var spurður að því hvort hann væri að leita sér að sambandi: „Já, ég er að því. Mér líður ekki vel þegar ég er single – ég fíla það ekki. Það bara, hentar mér ekki – það er ekki ég,“ svarar hann einlæglega.

Spurningunni: Að hverju ertu að leita?, svarar Kleini: „Bara að einhverri prinsessu sem er jafnklikkuð og ég.“

Fát kemur á Kleina þegar hann er spurður að því hvort hann sakni fyrrverandi kærustu sinnar Svölu Björgvins: „Ég tala ekki um Svölu. Punktur!“

- Auglýsing -

Einnig var hann spurður út í barneignir og hvort hann stefni á að flytja aftur til borgarinnar. Mannlíf bendir á að hér megi finna instagram Kleina.

í kjölfarið birtist á TikTok kómískt myndskeið þar sem föndrað var saman samnefnara í öllum svörum Kleina.

@fm95blobestof Kleini eeeelskar að rúlla í gegnum þykkt hárið á sér #kleinigkeit #king #iceland #jail #spain ♬ original sound – BB KING

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -