Miðvikudagur 25. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Minnst 19 látnir eftir bruna í spilavíti: „Miðað við þau lík og bein sem við sjáum, eru 19 látnir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Minnsta kosti 19 eru látin eftir að eldur kviknaði í Hótelspilavíti í Kambódíu, við landamæri Tælands.

Hundruðir voru staddir í Grand Diamond City byggingunni í landamannabænum Poipet er eldur braust út eftir klukkan 23:30 í gærkvöldi.

Fram kemur á BBC að myndskeið hafi farið í dreifingu á samfélagsmiðlunum en þar sést fólk stökka eða falla frá efri hæðum hússins.

Hótelið, sem einnig er spilavíti, hefur yfir að ráða 400 starfsfólk en margir gestanna voru Tælendingar.

Mörg fórnarlambanna er talið hafa verið föst á efri hæðum hótelsins en telja tælensku hjálparsamtökin Ruamkatanyu Foundation, ólíklegt að nokkurt þeirra hafi lifað af.

„Miðað við þau lík og bein sem við sjáum, eru 19 látnir,“ sagði Sek Sokhom, upplýsingafulltrúi Bateay Meanchey héraðs. Varaði hann við því að tölurnar gætu hækkað.

- Auglýsing -

Viðbragðsaðilar hafa átt í erfiðleikum með að ná til fólks sem fast er inni í byggingunni vegna reyks en halda áfram að leita að þeim sem saknað er.

Poipet er afar vinsæll viðkomustaður Tælendinga, aðallega vegna spilavítanna en slík starfsemi er að mestu bönnuð í Tælandi.

Byggingin er staðsett alveg upp við landamæri Tælands og af þeim sökum hafa margir þeirra slösuðu verið sendir yfir landamærin til aðhlynningar. Tölur um slasaða eru mjög á reiki en tölur yfirvalda og fjölmiðla ber ekki saman. Talið er víst að fjöldinn skipti tugum.

- Auglýsing -

Yfirvöld vinna enn að því að finna orsakir eldsvoðans.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -