Knattspyrnumaðurinn knái og sterki, Jóhann Berg Guðmundsson, var launahæsti íslenski atvinnumaðurinn í greininni á árinu sem nú fer að kveðja, en þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu.
Gylfi Sigurðsson sem verið hefur um langt árabil langlaunahæsti íslenski atvinnumaðurinn hverfur nú af lista þeirra er þéna mest eftir að samningi hans við Everton var rift í kjölfar rannsóknar á meintu kynferðisbroti hans gegn ólögráða stúlku.
Hér neðar má sjá lista yfir þá 10 efstu á lista Viðskiptablaðsins; en þar er birt áætluð laun á ári í krónum talið fyrir skatt.
Tíu launahæstu íslensku atvinnumennirnir
1. Jóhann Berg Guðmundsson – Burnley – 500 milljónir
2. Aron Einar Gunnarsson – Al Arabi – 350 milljónir
3. Rúnar Alex Rúnarsson – Arsenal (Alanyaspor á láni) – 280 milljónir
4. Hörður Magnússon – Panathinaikos – 200 milljónir
5. Sverrir Ingi Ingason – PAOK – 200 milljónir
6. Guðlaugur Victor Pálsson – DC United – 180 milljónir
7. Andri Fannar Baldursson – Bologna (NEC á láni) – 130 milljónir
8. Albert Guðmundsson – Genoa – 125 milljónir
9. Ísak Bergmann Jóhannesson – FCK – 100 milljónir
10. Arnór Sigurðsson – Norrköping – 90 milljónir