Pelé, sem er af mörgum talinn einn sá besti – ef ekki sá besti – sem leikið hefur knattspyrnu, lést í dag, 82 ára gamall að aldri.
Pelé hét réttu nafni Edson Arantes do Nascimento, hafði glímt við alvarleg veikindi um nokkurt skeið; hann gekkst undir aðgerð vegna ristilkrabbameins í fyrra.
Afrekaskrá Pelé er löng; hann skorað 1.281 mark í 1.363 leikjum, á ferli sem spannaði 21 ár.
Hann gerði 77 mörk í 92 leikjum fyrir brasilíska landsliðið og er ennþá markahæsti leikmaður Brasilíu frá upphafi, ásamt Neymar.
Brasilíumaðurinn Pelé er eini leikmaðurinn sögunnar sem hefur unnið til þriggja heimsmeistaratitla í knattspyrnu; 1958, þá aðeins 17 ára gamall, 1962 og 1970.
Pelé svo útnefndur knattspyrnumaður aldarinnar árið 2000 af Alþjóðaknattspyrnusambandinu.
Pelé var fluttur á sjúkrahús í þessum mánuði; heilsu hans fór skyndilega að hraka mjög, og hann lést í dag.
Pelé skilur eftir sig eiginkonu og sjö börn.
Blessuð sé minning hans.