Margir kjósa að nýta páskafríið til útivistar. Á dögunum var settur á laggirnar ratleikur þar sem þátttakendum gefst kostur á að njóta útiveru og íslensks menningararfs á sama tíma. Nemendur í Hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands bjuggu til leikinn í haust í námskeiðinu leikjavæðing og menningararfur. Leikurinn er tilvalin afþreying fyrir alla fjölskylduna.
Ratleikurinn heitir Gengið með Guðjóni Samúelssyni þar sem ferðast er um miðbæinn og nokkrar af þekktustu byggingum Guðjóns eru heimsóttar, hlustað er á fróðleik og léttum spurningum svarað.
Ratleikurinn er aðgengilegur í smáforritinu Turf Hunt sem hægt að ná í ókeypis á Apple Store og Google Playstore.
https://locatify.com/turfhunt-2/
Forritið nýtir GPS staðsetningar til að staðsetja þátttakendur á kortinu virkjast hver stöð sjálfkrafa.
Fyrsti viðkomustaðurinn er Aðalbygging Háskóla Íslands og þegar þátttakendur koma þangað opnast á aðrar stöðvar og hægt er að velja að fara réttsælis eða rangsælis hring um miðbæinn.
Mælt er með að hafa heyrnartól meðferðis þar sem bæði tónlist og upplestur er hluti af leiknum. Góða skemmtun!