- Auglýsing -
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að banaslysi sem átti sér stað á Höfðabakka, nálægt Árbæjarsafni, aðfaranótt sunnudagsins 10. desember.
Þar var ekið á gangandi vegfaranda sem lét lífið.
Lögreglan rannsakar málið og óskar eftir aðstoð:
„Þau sem urðu vitni að slysinu eru vinsamlegast beðin um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000, en einnig má senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið [email protected],“ segir í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.