Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Sr. Skírnir vill skerða peningagreiðslur til Þjóðkirkjunnar – Enn þegir biskupinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Séra Skírnir Garðarsson er kominn með nýjar tillögur til handa Þjóðkirkjunni. Meðal annars stingur hann upp á að biskupsbústaðirnir verði opnaði fyrir fátækum og heimilislausum.

Presturinn hefur verið afar gagnrýninn á Þjóðkirkjuna undanfarið en rétt fyrir jól stakk hann upp á að samkomuhúsum Þjóðkirkjunnar yrðu opnuð fyrir heimilislausa vegna komandi frosthörkur. Engin svör bárust frá Kirkjunni, hvorki við tillögu Sr. Skírnis né við fyrirspurn Mannlífs sem send var á hana þann 16. desember og varðaði tillögu prestsins.

Mannlíf fékk í dag sendar þrjár nýjar tillögur Séra Skírnis til handa Þjóðkirkjunni. Þær eru eftirfarandi:

1. Opnið biskupsbústaðina þrjá fyrir fátækum og heimilislausum, þessi hús eru rekin á kostnað almennings og eru hlý og rúmgóð, þau eru á Bergstaðastræti, í Skálholti og á Hólum. Öll eru lítið notuð því biskupar búa að hluta prívat og eru hálaunafólk.

2. Fjárveitingavaldið skerði nú þegar peningagreiðslur til stofnunarinnar þjóðkirkjunnar, á meðan rannsókn yrði gerð á fjárreiðum hennar, og embættisfærslum, hvorutveggja virðist í lamasessi, og þjóðkirkjan svarar ekki erindum nema endrum og sinnum.
3. Þjóðkirkjunni verði í framtíðinni með reglugerð gert að fylgja reglum og lögum um stjórnsýslu, jafnrétti og persónuvernd, en ýmis dæmi um brotalamir hafa verið afhjúpuð í stjórnartíð núverandi biskupa.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -