Föstudagur 22. nóvember, 2024
-1.6 C
Reykjavik

Tom Dixon hannar vörulínu úr korki

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Breski hönnuðurinn Tom Dixon hefur sett á markað röð húsgagna úr korki. Línan inniheldur hillur, stól og þrjú borð. Húsgögnin hafa ávalar línur og fær korkurinn að njóta sín en húsgögnin koma í djúpbrúnum lit.

 

Borðið er hannað til þess að leyfa efninu að njóta sín sem best.

 

 

Korkur er náttúrulegt efni og endurvinnanlegt, hann er vatnsheldur, eldheldur og slitsterkur en korkur hefur lengi verið notaður við framleiðslu á skóm, gólfefnum og veggklæðningum.

 

Korkurinn er hitaður til þess að ná fram þessum dökkbrúna lit.

 

- Auglýsing -

Efnið er jafnframt það umhverfisvænasta sem fyrirfinnst þar sem tré eru ekki höggvin fyrir framleiðslu á korki heldur er hann í raun trjábörkur sem skafinn er utan af trénu. Tréð lifir svo góðu lífi, heldur áfram að vaxa og myndar nýjan börk. Eftir ákveðin tíma er svo hægt að skafa aftur af sama trénu. Sala á línu Dixon hófst nú í lok mars.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -