Mánudagur 23. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Willum segir brýna þörf á að hraða uppbyggingu hjúkrunarrýma: „Þetta er búið að vara allt of lengi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir í samtali við ruv.is álagspunkta sem skapist á Landspítala vera afar krefjandi og ástandið hafa varað alltof lengi.

Willum bindur vonir við tillögur um úrbætur frá viðbragðsteymi bráðaþjónustu; ljóst er að hraða verði uppbyggingu hjúkrunarrýma.

Yfir hátíðirnar nú hafa óvenjulega margir þurft innlögn með öndunarfærasýkingar; legurými voru öll full; safnaðist því fólk upp á göngum bráðamóttökunnar.

Til að bregðast við þessu ömurlega ástandi sem við blasir var opnuð ný legudeild til bráðabirgða; mönnuð starfsfólki víða af spítalanum:

„Það má segja að við höfum verið í viðbragði allt þetta ár. Það koma álagspunktar þar sem þetta verður mjög krefjandi, það verður bara að viðurkennast. Þetta er óvenju svæsnar sýkingar sem eru í gangi og fjölbreyttar. Það eru nokkrar tegundir af inflúensu og veirusýkingum og kórónuveirusýkingum sem kalla á þjónustu og jafnvel öndunarvélar. Það birtist í því að það er óvenju hátt hlutfall sem leita á bráðamóttöku sem þurfa að leggjast inn.“

Willum játar því að ástandið endurspegli stöðu heilbrigðiskerfisins á Íslandi:

- Auglýsing -

„já þetta er búið að vara allt of lengi. Við erum stöðugt að reyna að vinna úr því að bæta úr,“ segir hann og bætir við að hraða þurfi mjög uppbyggingu hjúkrunarrýma, en um 120 ný endurhæfingar- og hjúkrunarrými hafi verið opnuð hér á landi á þessu ári:

„Þar af um helmingurinn sem var ekki á framkvæmdaáætlun. Svo settum við á fót viðbragðsteymi um bráðaþjónustu í ágúst sem er að skila núna um 40 tillögum þar sem við boðum umbætur og úrbætur svona til næstu ára,“ sagði Willum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -