Laugardagur 21. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

„Mönnunum sem komu að teppaleggja fannst í upphafi verks stórskrítið að teppaleggja vegginn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hjónin og arkitektarnir Ellert Hreinsson og Rebekka Pétursdóttir taka vel á móti okkur á fallegu heimili í Kópavogi en þar búa þau ásamt börnum sínum þremur, tvíburunum Bergi og Eik og eldri systur þeirra, Agnesi Ösp. Húsið er byggt árið 1965, er 214 fermetrar að stærð og teiknað af Sigvalda Thordarson arkitekt.

Það fyrsta sem grípur auga blaðamanns þegar inn er komið er óhefðbundin umgjörðin í kringum stigann. Bæði þrepin og veggurinn á hægri hönd þegar gengið er upp eru teppalögð með fallega grænu teppi og led-lýsing gefur rýminu aukna dýpt og dramatík. Aðspurð um tilkomu þess að teppaleggja vegginn segja þau það hafa verið gert til að bæta hljóðvistina og glæða rýmið meiri hlýju.

Dökkgrænt teppið í stiganum kemur frá Parka.

„Mönnunum sem komu að teppaleggja fannst í upphafi verks stórskrítið að teppaleggja vegginn en í lok dags voru þeir sáttir við útkomuna og fannst þetta koma skemmtilega á óvart. Við smíðuðum síðan í kringum stigaopið skápa, hillur og blómaker úr mdf-plötum sem við máluðum með steypumálningu frá Detale CPH.“

Útkoman er stórglæsileg og alltaf gaman að sérsniðnum lausnum eins og þessari sem henta rýminu fullkomlega og ýta undir fegurð þess.

Lestu viðtalið við Rebekku og Ellert í heild sinni í nýjasta tölublaði Húsa og híbýla og sjáðu fleiri myndir af glæsilegu heimili þeirra.

Kaupa blað í vefverslun

Ljósmyndir / Hallur Karlsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -