Miðvikudagur 15. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Trommari Modest Mouse er látinn, 45 ára gamall: „Hann lagðist til hvílu og fjaraði einfaldlega út“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Trommuleikari bandarísku rokksveitarinnar Modest Mouse, Jeremiah Green er látinn eftir stutta baráttu við krabbamein. Hann var aðeins 45 ára að aldri.

„Ég þekki ekki auðvelda leið til að segja frá þessu. Í dag misstum við okkar kæra vin, Jeremiah,“ skrifaði hljómsveitin á Instagram og birtu ljósmynd af trommaranum. „Hann lagðist til hvílu og fjaraði einfaldlega út.“

Færslan hélt áfram: „Mig langar að segja svo mörg falleg orð núna en það er bara ekki tímabært. Þau orð koma síðar og frá mörgum. Vinsamlegast þakkaðu fyrir alla þá ást sem þú gefið, hefur gefið og munt fá. Umfram allt tengdist Jeremiah ást. Við elskum þig.“

Móðir Jeremiah, Carol Namatame birti færslu um andlát sonar hennar á Facebook.

„Það er mér afar þungbært að Green og Namatame fjölskyldurnar þurfi að tilkynnia andlát eiginmanns, föður sonar og bróður okkar, Jeremiah Green,“ skrifaði hún og hélt áfram: „Jeremiah, trommari og stofnandi Issaquah-hljómsveitarinnar Modest Mouse, tapaði sinni hugrökku baráttu við krabbamein þann 31. desember. Hann lést friðsamlega í svefni. Jeremiah var ljósið fyrir svo marga. Á þessu augnabliki biður fjölskyldan um svigrúm. Frekari upplýsingar koma fljótlega ásamt minningarathöfn handa vinum hans og aðdáendum á næstu mánuðum. Ástvinir Jeremiah vilja þakka öllum fyrir fallegar kveðjur og stuðning.“

Stuttu síðar birti móðir Jeremiah ljósmynd af honum kúrandi með fjöldi dýra og skrifaði við myndina: „Jeremiah elskaði dýrin sín jafnmikið og þau elskuðu hann.“

- Auglýsing -
Falleg mynd.
Ljósmynd: Facebook

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -