Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Flott baðherbergi með lítilli fyrirhöfn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Einfaldar og sniðugar aðerðir til að betrumbæta baðherbergið.

1. Það er ekki nauðsynlegt að flísaleggja baðherbergisveggi en margir eru fastir í þeirri hugmynd að baðherbergi þurfi að flísaleggja í hólf og gólf. Akrýlmálning fyrir votrými með myglu- og sveppavörn er alveg jafngóð og litamöguleikarnir eru óteljandi – sbr. myndin hér að ofan. Ætlir þú hins vegar að setja flísar á veggina kemur yfirleitt best út að flísaleggja alveg upp í loft en hægt er að láta minni baðherbergi líta út fyrir að vera stærri sé þetta gert.

2. Ef þú ætlar að kaupa tilbúnar innréttingar á baðherbergið hugsaðu þá út fyrir boxið. Það er ekki er alltaf nauðsynlegt að kaupa innréttingar sem sérstaklega eru ætlaðar fyrir baðherbergi. Eldhúseiningar á stærri baðherbergjum geta nýst vel og búa yfir ívið meira geymsluplássi. Einnig með því að hengja innréttinguna upp á vegg og halda gólffletinum hreinum fær baðherbergið léttara yfirbragð.

3. Ekki gleyma loftinu. Mýtan um að hvít loft stækki rými er ansi lífseig en á hvað síst við í baðherbergjum. Það getur lyft baðherberginu upp á hærra plan að hafa loftin í sama lit og veggina, þá sér í lagi ef þeir eru dökkir og á þetta við bæði flísalagða veggi sem og málaða. Með því að mála loftið kemur meiri heildarsvipur á rýmið og notalegri stemning sem líkist þeirri upplifun að vera staddur í fyrsta flokks heilsulind.

- Auglýsing -

4. Mjúk og stillanleg lýsing inni á baðherbergjum er algjört grundvallaratriði en margir gera þau mistök að hafa baðherbergið yfirlýst. Veldu ljós sem dreifa birtunni jafnt um rýmið og fjárfestu í dimmer svo hægt sé að stilla birtuna eftir þörfum. Innfelld ljós, lokuð hangandi ljós og veggljós eru góður kostur. Hugaðu vel að því hvar bestrar lýsingar er þörf í rýminu en það er yfirleitt við vaskinn. Baklýstir speglar með dimmer er góður kostur og gefur baðherberginu meiri reisn. Einnig er best að tengja ekki öll ljósin í rýminu við sama rofann sé þess kostur. Yfirleitt kemur best út að aðgreina ljós við vaskinn frá öðrum ljósum rýmisins.

- Auglýsing -

5. Speglar eru elsta ráðið í bókinni til þess að blekkja augað og láta rými virðast stærri. Á litlum baðherbergjum er þetta sérstaklega mikilvægt atriði. Sé nauðsynlegt að hafa efri skápa ættir þú að skoða það að kaupa speglahurðir á skápana. Þú heldur þá skápaplássinu, færð góðan spegil og slærð tvær flugur í einu höggi.

Myndir / Ljósmyndarar Birtíngs

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -