Sunnudagur 22. desember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

12 ára og með alvarleg eftirköst tveimur árum eftir Covid smit: „Ég vil bara verða eðlileg aftur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hin 12 ára Tillie Adams er enn að kljást við alvarleg eftirköst af Covid-19 en hún smitaðist af sjúkdómnum í desember árið 2020. Hún neyðist til þess að nota magastóma og er aðeins um 35 kiló að þyngd.

Tillie var lögð inn á sjúkrahús þegar hún missti sex kíló á nokkrum vikum en hún fékk hræðileg verkjaköst ef hún reyndi að nærast. Hún lá hún inni í tvær vikur á meðan læknar reyndu að komast til botns í vandanum.

Upphaflega átti Tillie að vera með magastóma í sex vikur, núna tveimur árum seinna, getur hún ekki enn borðað án þess að kveljast. Auk þessa fær hún mikla höfuðverki og á erfitt með svefn, stundum kastar hún upp.

„Ég vil bara verða eðlileg aftur. Það er erfitt að læra að ég geti ekki gert allt sem ég gerði áður, ég hélt að þetta yrðu bara nokkrir mánuðir, aldrei hefði ég trúað að ég yrði ennþá í þessari stöðu, tveimur árum síðar. Stundum held ég að ég sé að verða betri en þá verð ég fljótt veik og er aftur komin á sama stað,“ segir Tillie í viðtali við Mirror.

Móðir Tillie segir óþægilegt að vita ekkert um sjúkdóminn, að hún geti aldrei fengið almennileg svör. Læknar hafa ekki reynslu á eftirköstum Covid og lítið hægt að segja til um framtíð Tillie.

Tillie var heilbrigð og orkumikil áður en hún smitaðist. Í dag sækir hún skóla þrisvar í viku en móðir hennar kennir henni heima hina tvo dagana. Reynt hefur verið að senda hana aftur í skólann eins og áður en það hefur ekki gengið.

- Auglýsing -

„Þrátt fyrir það að hún haldi þyngdinni, er það ekki nóg. Hún er alltof létt og við sjáum að það er að hafa slæm áhrif á beinin,“ segir móðirin.

Tillie er með Instagram aðgang þar sem hún deilir vegferð sinni, hún segist vilja vekja athygli á sjúkdómnum.

„Ég vil að fólk viti að þetta sé ekki bara að koma fyrir fullorðið fólk.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -