Félagasamtökin BDSM á Íslandi sendu inn umsögn við frumvarp Arndísar Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur og Björns Levís Gunnarssonar, þingmanna Pírata, en það var RÚV sem greindi fyrst frá.
Í áðurnefndu frumvarpi er lagt til að bann við klámi verði afnumið, enda hafi viðhorf til kynlífs gjörbreyst á þeim 153 árum sem liðin eru frá því að klám var fyrst bannað á Íslandi.
Félagasamtökin BDSM segja í umsögn sinni að of margir félagsmenn hafa of lengi glímt við sjálfsskömm vegna eigin kennda og langana; BDMS-hneigðir fólks séu sjaldan ræddar nema á neikvæðan hátt eða í einhverskonar háði; þetta eigi líka við um klám þar sem kynferðisathafnir þeirra séu oftlega taldar upp sem dæmi um ofbeldisklám.
Samtökin vilja meina að flokkun af þessu tagi sé gagnslaus; ýti undir neikvæðar staðalímyndir um BDSM; sé afar jaðarsetjandi fyrir BDSM-fólk.
Félagasmtökin telja að lög sem banni fólki að birta eða dreifa myndefni af kynlífi – jafnvel – eigin kynlífi – sé einfaldlega tímaskekkja sem ýti undir jaðarsetningu kynlífsverkafólks og takmarki möguleika þeirra til að afla sér lífsviðurværis á öruggan og löglegan hátt.
Tekið er fram að besta mótefnið við skaðsemi kláms sé öflug kynfræðsla á öllum skólastigum.