Sprengju var kastað inn á unglingagang í Hlíðaskóla laust eftir hádegi í dag. Reykur myndaðist og fór brunakerfi skólans í gang. Álíka sprengju var kastað í skólann í gær.
Fréttablaðið greinir frá þessu og vísar í tilkynningu sem barst til foreldra eftir atvikið. Þar kemur fram að nemendum sé brugðið og starfsfólk skólans líti þetta alvarlegum augum.
Forráðamenn eru hvattir til að ræða við börn sín um mikilvægi þess að vera ekki að sprengja innandyra. Í tilkynningunni kemur einnig fram að ekki er vitað hver sprengdi sprengjuna í dag.