Oddviti Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi, Guðrún Hafsteinsdóttir, segist taka við embætti dómsmálaráðherra af Jóni Gunnarssyni í mars næstkomandi.
Einhverjir töldu að Guðrún myndi ekki taka við af Jóni fyrr en eftir þinglok, en þetta og fleira kemur fram í Dagmálum á mbl.is.
Í þættinum var fært í tal að til stæði að Guðrún myndi taka við ráðherradómi á árinu, og þá jafnvel eftir þinglok.
Guðrún var spurð út í tímasetningna, og ekki stóð á svari:
„Loforðið var 18 mánuðum frá kosningum, það er í mars.“
Hún var einnig spurð hvort það yrði dómsmálaráðuneytið sem hún myndi taka við:
„Ég geri ekki ráð fyrir öðru.“