Ólöf segir Sólveigu Önnu útskúfa sig: „Hér hefur enginn áhuga á neinu sem þú vilt segja“

top augl

„Ég er í samninganefndinni, algjörlega raddlaus, það hefur enginn áhuga á að hlusta á mig. Ég fæ ekki að spyrja spurninga, ég reyndi það á fundi í fyrradag. Sólveig Anna sá mig mæta og var mjög ósátt við það,“ segir Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari í stjórn Eflingar, í þættinum Mannlífið.

Hún segir Sólveigu hafa handvalið um átta manna hóp af þeim 80 sem sitja í samninganefnd Eflingar. Átti sá hópur að ræða við atvinnurekendur á meðan hinir sátu eftir. Ólöf segir Sólveigu hafa tekið til þessa bragðs til að útskúfa hana, að hópurinn hafi verið með plan til þess. „Þessi stóra 80 manna samninganefnd sem á að sitja á móti Samtökum atvinnulífsins á hverjum fundi, var allt í einu ekki svo mikilvæg.“

Þegar átta manna hópurinn hefur lokið viðræðum, er allri samningsnefndinni boðið að spyrja spurninga. Ólöf segist hafa beðið um orðið en Sólveig ákeðið að líta fram hjá því. Þegar Ólöf spyr hana hvort hún ætli sér virkilega að hunsa sig, segir Sólveig: „Já, hér hefur enginn áhuga á neinu sem þú vilt segja, né því sem þú vilt spyrja.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni