„Við erum með góðan gest í kvöld, maður sem hefur svolítið farið út af brautinni en komið inn á hana aftur, en svo farið út af henni og inn á hana aftur. Þetta er búið að vera svolítið ströggl hjá honum. Maður hefur verið að fylgjast með honum og stundum hefut maður brosað yfir því hve vel gengur hjá honum, en svo er hann dottinn út af brautinni aftur.“
Svo kynnti Magnús Sigurðsson, þáttastjórnandi á Omega, til leiks viðtalsefni sitt, Vilhjálm Frey Björnsson, í fyrra. Vilhjálmur var í desember dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir vændiskaup, frelsissviptingu, nauðgun og sérstaklega hættulega líkamsárás. Mál hans hefur verið sérstaklega áberandi þar sem nafn hans var afmáð úr dómi ranglega, sem var svo leiðrétt fyrr í dag.
Vilhjálmur var dæmdur fyrir að hafa ráðist á vændiskonu eftir að hún neitaði honum um endurgreiðslu. Þá hélt hann henni fastri í minnst þrjá klukkutíma og þvingaði hann konuna ítrekað til samræði í leggöng, endaþarm, munnmök og til að sleikja á honum endaþarminn.
Þá tók Vilhjálmur hana hálstaki minnst tvisvar og sló hana endurtekið í andlit og búk með þeim afleiðingum að konan hlaut brot á augnatóft og á vanga- og kjálkabeinum, mar á andliti, hálsi og upphafnlegg.
Hér má lesa dóminn yfir Vilhjálmi í heild sinni.
Viðtal Magnúsar við Vilhjálm má sjá í heild sinni hér fyrir neðan en það var sýnt á Omega í apríl í fyrra, sléttu ári eftir að hann braut bein í andliti vændiskonu í kjallara í Reykjavík. Þátturinn heitir „Dýrðar Frelsi Guðs: Hefur Guð bjargað þér?“ en Vilhjálmur segir frá uppvexti sínum á Akranesi, en hann kveðst alltaf hafa verið lífsglaður síðan hann var barn. Hann segist hafa lært faðir vorið hjá móður sinni sem barn. Þá spyr Magnús hvort hann hafi alltaf verið trúaður og því svarar Vilhjálmur:
„Nei, ég var andsnúinn trúnni, þangað til ég fór á UMFG samkomu þegar ég var 17 ára gamall. Þá tók ég fyrst á móti Jesú og upplifði nærveru hans, ég hélt að ég væri að verða klikkaður. Það var eitthvað að gerast, ég skildi það ekki þá.“