Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, er stundum sögð ein valdamesta kona Íslands. Þar að baki er valdanet sem hún hefur eftir komið sér upp að hafa um árabil verið aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Þá liggur í loftinu að hún muni bjóða sig fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn þegar rétti tímapunkturinn kemur.
Ummæli Svanhildar í Silfrinu, byggð á upplýsingum úr fjármálaráðuneytinu, um að hjúkrunarfræðingar hafu nógu há laun hafa valdið uppnámi sumstaðar. Hjúkrunarfræðingar, sem margir eru á flótta úr störfum sínum, eru henni ævareiðir en sjálf er hún hin rólegasta og tekur ágjöfinni án þess að draga úr yfirlýsingum sínum um að vandinn sé annar en launin. Það er vísbending um að hún þori og eigi eftir að valda usla á pólitíska sviðinu …