Miðvikudagur 15. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Alfreð Gíslason um komandi heimsmeistaramót: „Ísland er með lið sem á að geta sótt verðlaun“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þýskalands í handbolta, telur að íslenska landsliðið geti komist langt á komandi heimsmeistaramóti; það megi þó ansi lítið út af bregða.

Ísland og Þýskaland léku tvo æfingarleiki í Þýskalandi um nýliðna helgi þar sem liðin skiptu með sér sigrunum í jöfnum og spennandi leikjum.

Alfreð segir í samtali við ruv.is að Ísland vel geta farið alla leið upp á verðlaunapall á mótinu:

„Ísland er með alveg frábærlega skemmtilegt sóknarlið að því leyti að þeir eru góðir maður á móti manni. Gísli Þorgeir var frábær báða leikina, sérstaklega í dag, stjórnaði þessu alveg frábærlega. Janus Daði líka að spila mjög vel og Viggó hinum megin þannig að það sýnir bara breiddina og í heildina voru þetta skemmtilegir og góðir leikir fyrir okkur og nú þurfum við bara leggjast aðeins yfir þá.“

Alfreð segir að væntingarnar séu alltaf miklar á Íslandi þegar kemur að handboltalandsliðinu:

„Ísland getur farið mjög langt. Ég sagði nú fyrir stuttu síðan að Ísland er með lið sem á að geta sótt verðlaun en það er náttúrlega þannig að eina eða tvö meiðsli geta skaðað hvaða lið mjög mikið,“ sagði Alfreð Gíslason.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -