Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Pútín fagnaði jólunum einn í kirkju

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vladimir Pútín eyddi jólunum einn. Sagður gera það vegna ótta við Covid.

Fram kemur í rússneska útlagamiðlinum Medusa, að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hafi sótt jólamessu þann 7. janúar í Boðunardómkirkjunni í Kreml. Enginn annar gestur var í kirkjunni. Þó nokkrir hátt settir aðilar innan prestastéttar Rétttrúnaðarkirkjunnar hittu forsetann og sóttu messuna með honum. Þetta hefur miðillinn eftir Interfax-fréttamiðlinum.

Þetta virkar nú frekar einmanalegt.

Pútín fagnaði jólunum einnig einn árið 2022 en þá sótti hann messu í kirkju sem stendur á eignarlandi hans í Novo-Ogaryovo í útjaðri Moskvu-borgar. Kreml sendi frá sér útskýringu í fyrra þar sem ástæðan fyrir einsemd forsetans væri vegna „varúðarráðstafana vegna heimsfaraldursins“ en ekki hefur borist útskýring þetta árið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -