Sunnudagur 22. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Fangi átti í ástarsambandi við tvo fangaverði: „Hann segist elska hana, hún segir það til baka“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Harri Pullen, fangi í Bretlandi, átti í óviðeigandi samskiptum við tvo kvenkyns starfsmenn fangelsis, á meðan hann sat þar inni. Hann fékk upphaflega fimm ára fangelsisdóm árið 2019 fyrir fíkniefnalagabrot og aðild sína í glæpasamtökum.

Þær Elyse Hibbs, hjúkrunarfræðingur, og Ruth Shmylo, fangavörður, sitja nú báðar fyrir dómi eftir sambönd sín við Harri. Þær eru báðar 25 ára og setti hann sig í samband við þær í gegnum Instagram reikning vinar síns. Harri fékk fjögurra ára og níu mánaða dóm fyrir samskiptin.

Upphaflega komst málið upp þegar sími fannst falinn inni í endaþarmi Harri. Þá kom í ljós að Elyse var á lista yfir aðstandendur hans, sem mega hafa samband í gegnum síma. Fyrir dómi kom fram að þau hafi átt í daglegum samskiptum, stundum oft á dag. „Samskiptin voru óviðeigandi, hann segist elska hana, hún segir það til baka.“

Elyse var í sambandi á þessum tíma, Harri á að hafa margoft reynt að fá hana til að slíta því og vera með honum. Hún sagði upp starfi sínu í fangelsinu í júlí árið 2021,en var handtekin viku síðar og viðurkenndi brot sín. „Hún sagði að samband þeirra hafi ekki verið kynferðislegt, hún viðurkenndi að hún hefði átt að tilkynna samskiptin en segist hafa gengið of langt og ekki séð neina leið til baka.“

Verjandi Elyse segir umtalað að Harri ráðskist með fólk í kringum sig, hann sé sjarmerandi og nái vel inn á fólk.

Réttarhöld yfir hinni konunni, Ruth Shmylo, eru á dagskrá í september næstkomandi. Hún átti í svipuðu sambandi við Harri.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -