Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Mikill liðsstyrkur hjá FH – Kjartan Henry mættur í Kaplakrika

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

FH-ingar ætla sér stóra hluti í efstu deild karla á næsta tímabili; nýverið réð félagið Heimi Guðjónsson, einn allra sigursælasta þjálfara Íslandssögunnar, og félagið er hvergi nærri hætt í sinni uppbyggingu.

Nú hefur Kjart­an Henry Finn­boga­son ákveðið að ganga til liðs við FH; hef­ur samið um að leika með þeim allavega út næsta keppn­is­tíma­bil.

Kjart­an er 36 ára gam­all fram­herji og hefur hann aldrei leikið með öðru ís­lensku liði en KR, en kappinn er fjórði marka­hæsti leikmaður­inn í sögu KR í efstu deild; 49 mörk í 133 leikj­um.

Kjartan hef­ur megnið af sínum ferli leikið er­lend­is – lengst af í Dan­aveldi með Es­bjerg, Hor­sens og Vejle, líka með Ferencváros í Ung­verjalandi, og ekki má gleyma Fal­kirk og Celtic í Skotlandi, Sand­efjord í Nor­egi og Åtvi­da­berg í Svíþjóð.

Kjartan Henry fagnar hér marki með stórliðinu Glasgow Celtic í Skotlandi.

Ferill Kjartans er glæsilegur; hann hefur skorað 135 mörk í 360 deilda­leikj­um á ferl­in­um og er marka­hæsti Íslend­ing­ur­inn í dönsku úr­vals­deild­inni með 27 mörk.

- Auglýsing -

Mun koma hans til FH án efa styrkja liðið í komandi átökum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -