Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-6.8 C
Reykjavik

Aðalsteinn sagður bera ábyrgð á verkfalli: „Fundir með Eflingu hafa verið fáir og stuttir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og Sósíalist, segir að Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari beri líklega mesta ábyrgð á því að Efling stefni á verkfall. Þrátt fyrir að Efling hafi vísað deilununni til Aðalsteins fyrir ríflega mánuði þá hafi lítið verið fundað, að sögn Gunnars Smára.

„Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segist áhyggjufullur og eyðilagður yfir að Efling hafi lýst viðræður við Samtök atvinnulífsins árangurslausar. Efling vísaði deilunni til sáttasemjara 7. desember, fyrir 34 dögum. Á þeim tíma hefur varla verið haldinn fundur. Aðalsteinn lokaði Starfsgreinasambandið inni í karphúsinu þegar Samtök atvinnulífsins vildu klára samninga við það fyrst og síðan verslunar- og iðnaðarmenn þegar SA sagðist vilja næst semja við þá. Fundir með Eflingu hafa hins vegar verið fáir og stuttir,“ segir Gunnar Smári en hann vísar í orð Aðalsteins í kvöldfréttum RÚV.

„Það er því full seint fyrir Aðalstein að fá kvíðakast núna. Hann hefur í raun rekið viðræðurnar í þetta strand, með því að fara að ráðum SA og leggja áherslu á að samið yrði fyrst við þau sem vildu semja til skamms tíma og um takmarkaðar hækkanir. Það er kreppan sem samningarnir eru í.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -