Lögreglu barst tilkynning um grunsamlegar mannaferðir í Breiðholti klukkan eitt í nótt. Kom í ljós að þar var eftirlýstur maður á ferð fyrir að mæta ekki fyrir dómara og var hann því handtekinn. Búist er við að hann verði færður fyrir dómara í dag. Fyrr um kvöldið voru tveir menn handteknir í Hlíðunum vegna líkamsárásar og vörslu fíkniefna. Báðir gistu í fangageymslu lögreglu.
Hálkan hefur leikið landsmenn grátt upp á síðkastið en skömmu fyrir miðnætti barst lögreglu tilkynning um konu sem hafði dottið og slasað sig á fæti. Sjúkrabifreið flutti konuna á bráðamóttöku til frekari skoðunar. Þá sinnti lögregla einnig umferðareftirliti og stöðvaði þrjá ökumenn í nótt sem allir eru grunaðir um akstur undir áhrifum vímuefna. Eitt tilfellið endaði með bílveltu í hverfi 104 en sem betur urðu engin slys á fólki.