Fyrirlesarinn umdeildi Bergsveinn Ólafsson, yfirleitt kallaður Beggi Ólafs, hefur verið á milli tanna fólks í vikunni eftir viðtal við hann í Ísland í dag á þriðjudaginn. Þar fór Beggi mikinn og gagnrýndi femínista harðlega. Hann meðal annars sagði neikvætt að tala um eitraða karlmennsku en einnig uppnefndi andstæðinga sína sem lyklaborðsstríðsmenn á Twitter.
Femíniski hópurinn Öfgar gerðu grín að þessu á Twitter í gær og deildu færslunni sem sjá má hér fyrir neðan.
Hann er hér til að gæta þess að engir karlar missi forréttindin sín. Hann mokar götur borgarinnar, hann gerir við bílana og hann hreinsar laufin úr rennunum.
Hann er góði strákurinn. Hann er Beggi Batman.XoXo Lyklaborðsstríðshetjumafían.
P.s. þú mátt taka þessu persónulega. pic.twitter.com/NqgOnWEshV
— Öfgar (@ofgarofgar) January 11, 2023
Fólk tók þessu misvel en einn þeirra sem var ósátt, Sveinn Aron Sveinsson, skrifar: „Fyrsta merki um rökleysu lítur svona út! Hjólað í manninn en ekki málefnið. Kemur fram með staðreyndir sem sumir vilja ekki horfast í augu við og út úr því er snúið með því að tala um þakrennur. Vel gert Beggi.“
Vítalía Lazareva vakti mikla athygli í fyrra þegar hún fullyrti að hún hafi orðið fyrir kynferðisbrotum af hendi vinahóps Arnars Grants í nú frægri sumarbústaðaferð. Vítalía svarar fyrrnefndum Sveini og skrifar: „Held þú ættir að kafa aðeins dýpra en að sjá einungis hlið your fellow fótbolta brother.“
Sveinn svarar: „Kom hvergi fram að ég sæji bara eina hlið, bara að benda á hversu kjánalegt það væri að vaða í neteinelti vegna þess að fólk er ekki sammála honum. Hvað er að því að hvetja karlmenn til góðra verka og vellíðan?“
Þessu svarar Vítalía svo: „Bíddu hægur.. Hann gerir í því að lítillækka aðra til að upphífa sjálfan sig.
“Lyklaborðsstríðsmenn”
“Hávær lítill hópur”
Maðurinn er í sálfræði? Hvar í sálfræði er lausnin að lítillækka aðra til að reyna að láta sjálfan sig líta betur út?“