Fimmtudagur 16. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Greip um kynfæri starfsmanns á skemmtiferðaskipi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður fyrir kynferðislega áreitni um borð í skemmtiferðaskipi sem var á leið frá Íslandi til Bandaríkjanna í ágúst síðastliðnum. Maðurinn, sem er bandarískur, var farþegi á skipinu en er hann sagður hafa áreitt skipverja sem var við störf að þrífa salerni.

Í ákærunni segir að maðurinn hafi gripið í handlegg starfsmannsins sem brást við með því að spyrja hvað hann væri að gera. Þá mun maðurinn hafa gripið um kynfæri starfsmannsins og látið kynferðisleg ummæli falla. Eftir að starfmaðurinn færði sig frá manninum er hann sagður hafa beðið um að segja engum frá atvikinu. Dólgurinn var handtekinn við komuna til Boston. Bandarískir fjölmiðlar hafa fjallað um málið sem er litið alvarlegum augum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -