Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Þrjátíu ár frá andláti Jóns Páls: „Fráfall hans flækti lífið aðeins“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í dag eru 30 ár síðan kraftlyftingamaðurinn Jón Páll Sigmarsson lést, einungis 32 ára. Jón Páll er meðal þekktustu Íslendinga fyrr og síðar en hann vann keppnina Sterkasti maður heims fjórum sinnum. Sonur hans, Sigmar Freyr Jónsson, minnist föður síns á Facebook og deilir einnig myndum af þeim feðgum. Þar skrifar hann:

„Í dag eru 30 ár liðin frá því að faðir minn féll frá langt fyrir aldur fram. Hann er að mínu mati einhver magnaðasti Íslendingur sem uppi hefur verið og hefði ég ekki slegið hendinni á móti því að fá nokkur ár í viðbót með honum og fá að mótast inn í unglingsárin og smitast kannski örlítið af hans járnaga, ómennska viljastyrk, óbilandi trú og kærleik.“

Sigmar segist þakklátur fyrir þann tíma sem hann átti með föður sínum. „Fráfall hans flækti lífið aðeins og tók ég lengri leiðina í átt að fullorðinsárunum. En þetta er allt að koma. Lífið er eins og það er. Ég er þakklátur fyrir þau 9 ár sem ég fékk með honum og er stoltur af því að vera sonur Jóns Páls Sigmarssonar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -