Lögreglan á Norðurlandi vestra greinir frá því á Facebook að umferðaslys hafi átt sér stað upp úr klukkan fjögur í dag á Hólavegi í Hjaltadal. Ekki er vitað um meiðsl fólksins en töluverður viðbúnaður er vegna slyssins. Tveir bílar skullu saman sem komu úr sitthvorri áttinni. Hólavegi hefur verið lokað vegna rannsóknar.
Tilkynning lögreglunnar hljóðar svo: „Umferðarslys varð upp úr kl.16.00 í dag á Hólavegi í Hjaltadal. Þar skullu saman tvær bifreiðar sem að komu úr gagnstæðum áttum. Aðstæður á vettvangi voru ekki góðar, snjór og hálka. Töluverður viðbúnaður var vegna slyssins en í annarri bifreiðinni voru tveir aðilar en einn í hinni bifreiðinni. Hólavegur hefur verið lokaður vegna rannsóknar á vettvangi en er við það að opnast. Aðilarnir í slysinu voru fluttir með sjúkrabifreiðum á Sauðárkrók og þaðan með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Ekki er vitað nákvæmlega með meiðsl fólksins en þau eru samt sem áður ekki talin lífshættuleg.“