Laugardagur 23. nóvember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Skúli læknir grunaður um að hafa myrt sex sjúklinga

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglurannsókn á hendur Skúla Tómasi Gunnlaugssyni, fyrrverandi lækni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, er við það að ljúka. Niðurstaða hennar virðist vera að Skúli hafi sett samtals sex sjúklinga í tilefnislausa lífslokameðferð. Málið verður sent til héraðssaksóknara innan skamms.

RÚV greinir frá þessu og hefur það eftir Úlfari Lúðvíkssyni, lögreglustjóra á Suðurnesjum. Skúli er grunaður um að hafa myrt sex sjúklinga á árunum 2018 til 2020. Líkt og fyrr segir þá voru sjúklingar, til að mynda kona á áttræðisaldri, settir í lífslokameðferð að tilefnislausu.

Málið komst upp þegar fjölskylda fyrrnefndrar konu kvartaði til Landlæknis árið 2020 vegna slæmrar meðferðar á henni eftir andlát hennar. Skýrsla Landlæknis um það mál var svört og var niðurstaðan að alvarleg vanræksla hafi átt sér stað.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -