Laugardagur 23. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Andri Snær ver glærukennarann: „Mér fannst þetta ansi öflug og metnaðarfull dagsskrá“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Andri Snær Magnason ver Óla Njál Ingólfsson, kennarann sem birti umdeilda glæru í kennslustund í Verzlunarskóla Íslands, í nýrri Facebook-færslu.

Rithöfundurinn og leikritaskáldið Andri Snær Magnason skrifaði færslu í gær á Facebook þar sem hann tekur fyrir „stóra glærumálið“. Segir hann frá því er hann var fenginn í Barnaskóla Eyrarbakka og Stokkseyrar til að ræða við elstu bekkina um virkjunarmál og Draumalandið. Fleiri voru fengnir til að ræða eldfim mál þess tíma og það þótti Andra Snæ „öflug og metnaðarfull dagskrá“ hjá grunnskólanum. Færsluna má lesa í heild hér fyrir neðan:

„Aðeins í sambandi við stóra glærumálið. Ég fékk einu sinni símtal frá Ragnari í Barnaskóla Eyrarbakka og Stokkseyrar þar sem hann bað mig um að tala við elstu bekkina um virkjunarmál og Draumalandið. Þá var þetta afar pólitískt mál og ég sagði að ég þyrfti að tala varlega við grunnskólakrakka en hann sagði, talaðu bara eins og þú vildir sannfæra þá um þinn málstað. Og ég sagði, en þá koma kvartanir að heiman. Nei, krakkarnir áttu að ræða málið við kvöldverðarborðið og koma með spurningar til þín að heiman. Síðan kemur fulltrúi frá Landsvirkjun, Ragnheiður Elín (þetta var stuttu eftir hrun) kemur ræðir um hrunið og aðgerðir ríkisstjórnar, og svo kemur Birgitta Jónsdóttir og ræðir um mótmælin og borgaralega óhlýðni. Mér fannst þetta ansi öflug og metnaðarfull dagsskrá hjá grunnskólanum, að gefa krökkunum masterclass í helstu umræðuefnum samtímans. Að fá persónur og leikendur inn í skólastofu og tala við krakkana eins og fullorðið fólk og sjá hvernig hugmyndir hreyfast, gegnum fólk sem heldur þeim á lofti. Væri forvitnilegt að vita hvernig þetta situr í minningu þeirra mörgum árum síðar. En í sambandi við skólastofur, þá held ég að skóli og jafnvel foreldrar séu nokkuð máttlítlir miðað við vald símaframleiðenda, samfélagsmiðla og algórytma. Það er síðan efni sem persónur og leikendur mættu fara með inn í skólastofu …“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -