Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.4 C
Reykjavik

Neytendur ósáttir með Krónuna: „Þetta stykkjaverð fer mjög í taugarnar á mér“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Fór oft í Krónuna áður eftir ávöxtum. Því hætti ég snarlega þegar stykkjaverðið kom. Hlýtur að vera til að rugla um fyrir neytendum,“ segir Jón inn í grúppunni Vertu á verði á Facebook.  Þar hafa orðið miklar umræður um þær breytingar hjá Krónunni að byrja að selja ávexti og grænmeti í stykkjatali. En ekki samkvæmt vigt eins og áður var.

Margir segjast hættir að versla hjá Krónunni vegna þessa. Óttast að þetta sé gert til að villa um fyrir neytendum.„Þetta stykkjaverð fer mjög í taugarnar á mér fer helst annað. En islenskir neytendur eru sérstakir. Þeir láta bjóða sér allt,“ segir María

Það er greinilegt að þeir sem hafa verslað hjá Krónunni eru ekki ánægðir með þessar breytingar sem virðast hafa verið gerðar til að auðvelda þeim sem nýta sér þjónustu „Skannað og skundað“

„Krónan selur flesta ávexti og grænmeti í stykkjatali, kaupi oft rauða papriku  sem kostaði 110 krónur stykkið fyrir ekki svo löngu en fór áðan og keypti 1 stk á 149 krónur. Hækkun um 35,5%, það er vel í lagt,“ segir Eggert.

Mannlíf leitaði viðbragða hjá Krónunni og fékk neðangreind svör:

Þetta gerum við bæði til að auka gagnsæi til viðskiptavina okkar sem vita um leið hvað varan kostar – og til að einfalda innleiðingu á tæknilausnum á borð við „Skannað og skundað“ þar sem viðskiptavinir okkar geta skannað vörurnar beint ofan í poka og greitt strax með símanum, án þess að bíða í röð eftir afgreiðslu á kassa. Þá er einfaldara fyrir viðskiptavini okkar sem sleppa nú við að vigta sjálfir hverja vöru fyrir sig áður en hún er sett í pokann.

- Auglýsing -

Við seljum nú ávexti og grænmeti á stykkjaverði. Hægt er að lesa um það nánar hér: https://kronan.is/stykkjaverd

Þessa dagana erum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til að sporna við frekari verðhækkunum og halda þeim í lágmarki með hinum ýmsu hagræðingaraðgerðum, m.a. í innkaupum. Almennar verðhækkanir á hinum ýmsu vörum um allan heim, auk aukinnar verðbólgu, gera öllum verslunum og framleiðendum lífið leitt þessa dagana. Þangað til höldum við áfram að veita viðskiptavinum okkar bestu vörurnar á eins ódýran hátt og mögulegt er.

Bestu kveðjur,

- Auglýsing -
Krónan

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -