Eva Hauksdóttir birtir staðreyndir um mál Skúla Tómasar Gunnlaugssonar læknis, í ljósi færslu hans á Facebook þar sem hann segist hafður fyrir rangri sök.
Sjá einnig: Sonur meints fórnarlambs Skúla læknis svarar: „Ég varð vitni af því þegar móðir mín var aflífuð“
Lögfræðingurinn Eva Hauksdóttir er dóttir Dönu Jóhannsdóttur sem er eitt sex meintra fórnarlamba Skúla T. Gunnlaugssonar, þáverandi yfirlæknis HSS. Dana var lögð inn í hvíldarinnlögn í lok árs 2019 inn á HSS en Skúli setti hana í lífslokameðferð, þrátt fyrir að ekkert lífshættulegt hrjáði hana. Hún lést 11. vikum eftir að hún var lögð inn en var þá með þvagfærasýkingu og legusár inn að beini en hvorugt var almennilega meðhöndlað á spítalanum.
Sagði Skúli, sem nú starfar á Landsspítalanum, í færslu sem birtist á Facebook í gær, að hann væri hafður fyrir rangri sök og að sérfræðingar hefðu komist að þeirri niðurstöðu að sjúklingarnir sex hefðu allir látist af „náttúrulegum orsökum“. Færsla Skúla fékk töluverðan stuðning á Facebook frá fólki úr ýmsum áttum og ýmsum stéttum. Þar má meðal annars nefna Pál Matthíasson geðlækni og fyrrum forstjóra Landspítalans en hann var við stjórn þar á árunum 2013 til 2021.
Eva Hauksdóttir sá sig knúna til að birta „sannleikann í HSS málinu“ í færslu á Facebook í dag. Fer hún yfir staðreyndir málsins en færsluna má lesa hér:
„Aðeins varðandi sannleikann í HSS málinu: