Gunnar Smári Egilsson segir Dag borgarstjóra og meirihlutann fyndinn í nýlegri færslu á Facebook-vegg Sósíalistaflokks Íslands.
Sósíalistaforinginn birti í gær frétt af Vísi þar sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur svarar Agli Helgasyni sem vill fara geta skautað á Tjörninni en það hefur ekki verið hægt undanfarið vegna seinagangs borgarinnar við að ryðja. Við fréttina skrifaði Gunnar Smári færslu þar sem hann segir meirihlutann fyndinn og gerir grín að borgarstjóranum. Færslan er eftirfarandi:
„Meirihlutinn í borginni er svo fyndinn. Þau hafa ekki rutt skautasvell á Tjörninni í vetrarstillunum undanfarið, eins og aldalöng hefð er fyrir (skautasvell á Tjörninni er reykvískt menningarfyrirbrigði, ætti að á heimsminjaskrá). En Dagur B. segist við það að hefja sig í þetta verk, alveg rétt bráðum. Á morgun er spáð asahláku, grenjandi rigningu í 12 stiga hita.“
Vakti færslan mikla lukku meðal Sósíalist en þó nokkrir skifuðu athugasemdir, þar á meðal Jón nokkur: „Þetta er ósanngjörn gagnrýni – uppfærsla á skautaruðningshandbókinni hefur tafist af gildum ástæðum.“