Miðvikudagur 15. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Ómar Ingi Magnússon spilar ekki meira á HM vegna meiðsla: „Stórt skarð er hoggið í okk­ar raðir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Einn albesti handknattleiksmaður heims, Ómar Ingi Magnús­son, leikur því miður ekki meira á heims­meist­ara­mót­inu í hand­bolta vegna meiðsla.

Í gær á móti Svíum þurfti Ómar að fara af velli snemma í fyrri hálfleik vegna meiðsl­anna og nú er komið í ljós að hann verður ekki meira með á mót­inu:

„Ómar Ingi er mjög lík­lega frá það sem eft­ir er á mót­inu. Hann átti erfitt með að beita sér,“ sagði Guðmund­ur Þórður Guðmunds­son landsliðsþjálf­ari við mbl.is eft­ir leik­inn.

Eins og þetta sé ekki nóg þá er Aron Pálm­ars­son einnig meiddur – en vonandi kemur hann sterkur til baka í næsta leik:

„Við lend­um líka í að Aron dett­ur út í há­deg­inu. Hann gat ekki verið með, sem var mikið áfall. Það þarf eng­an sér­fræðing til að sjá hve stórt skarð er hoggið í okk­ar raðir þegar þess­ir tveir eru ekki til taks,“ sagði Guðmund­ur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -