Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Tekur upp hanskann fyrir landsliðsþjálfarann: „Allur hópurinn brást í tapleiknum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Björn Birgisson tekur upp hanskann fyrir Guðmund Guðmundsson eftir afleitt gengi handboltalandsliðs karla á HM í Svíþjóð/Póllandi.

Björn Birgisson.

Árangur karlalandsliðsins í handbolta á HM var vægast sagt verri en búist hafði verið við fyrir mótið. Var það samdóma álit flestra að liðið hefði ekki verið svona gott í langan tíma og myndi að öllum líkindum ná á verðlaunapall á mótinu. Sú varð ekki raunin en liðið mun enda í 10-12 sæti mótsins. Sumir hafa viljað að þjálfari liðsins, hinn skapstóri Guðmundur Guðmundsson verði látinn sæta ábyrgð og taka poka sinn. Samfélagsrýnirinn frá Grindavík, Björn Birgisson er ekki einn þeirra en hann tekur upp hanskann fyrir þjálfarann í nýlegri færslu á Facebook. Færslarn er svohljóðandi:

„Þreyta á röngum stöðum?

Án þess að nokkur sé endilega þreyttur!
Þannig er þetta orðið í boltagreinunum gagnvart þjálfurum.
Ef ekki nást öll markmið – raunhæf eða ekki – þá er strax farið að tala um að skipta um þjálfara.
Held að Arnar Þór Viðarsson hafi lítinn stuðning hjá þjóðinni sem landsliðsþjálfari í fótbolta, ekki vegna þess að hann sé orðinn eitthvað lúinn á hliðarlínunni, heldur vegna þess að hann er með leikmenn sem eru ekki nógu góðir til að ná draumkenndum markmiðum.
Það skrifast þá á hann!
Hann brennir ekki af í góðum færum eða missir klaufalega af mönnum í vörninni.
En það skrifast á hann.
Þá vill fólk fá nýjan þjálfara.
**********
Sama í handboltanum.
Guðmundur Guðmundsson stendur nú frammi fyrir því að íslenska liðið endar einhverjum 12 sætum neðar en til stóð á HM í handboltanum.
En brást hann að einhverju leyti?
Var hann að klúðra dauðafærum eða nennti ekki að hreyfa sig og slást í vörninni?
Allur hópurinn brást í tapleiknum – sem var í raun unninn – gegn Ungverjum.
Þar ríkti ringulreið og stjórnleysi innan vallar sem utan í nokkrar örlagaríkar mínútur og markmið liðsins hrundi til grunna.
Liðið var án leiðtoga innan vallar sem utan á þeim tíma.
Voru ekki alltaf þrír vanir þjálfarar á bekknum?
Hverju voru þeir að fylgjast með þegar ógæfan var að skella á?
Held að þeir hafi verið búnir að stimpla inn sigur í ferilskrána.
En öllum að óvörum, langmest þeim sjálfum, skutust Ungverjar framúr á lokasprettinum.
Og hvað gerist nú?
Líklega telja langflestir að tími sé kominn á þjálfaraskipti.
Dagur Sigurðsson er hálfgildis kominn í djobbið og svo einhverjir erlendir þjálfarar líka!
Það þarf að refsa fyrir hrun óraunhæfra væntinganna!
Ekki leikmönnunum sem brugðust.
Bara þjálfaranum.
Sama gamla sagan að endurtaka sig.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -