Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Móðir Óla var sjúklingur Skúla: „Þú ert að fremja morð hérna beint fyrir framan okkur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eftir að Skúli Tómas Gunnlaugsson, fyrrum yfirlæknir Heilbrigðisstofunar Suðurlands, tjáði sig á Facebook um lögreglurannsókn sem hann sætir vegna sex andláta sjúklinga í hans umsjá, hafa ættingjar meintra fórnarlamba stigið fram og svarað lækninum fullum fetum. Einn þeirra er Óli Taylor.

Sjá einnig: Ólafía er eitt af 14 meintum fórnarlömbum dr. Skúla: „Í rauninni sveltur hún til dauða á níu dögum“

Mannlíf hefur að undanförnu sagt frá viðbrögðum systkinanna Evu Hauks og Begga Dan, við færslu Skúla Tómasar þar sem hann sagðist hafður fyrir rangri sök en þau hafa verið dugleg að skrifa pistla og færslur á Facebook síðustu daga. Syskinin misstu móður sína, Dönu Jóhannsdóttur eftir að Skúla setti hana í lífslokameðferð er hún lagðist inn á HSS í hvíldarinnlögn.

Við eina færsluna skrifaði Óli Taylor athugasemd, en hann er sonur Ólafíu Kristnýjar Ólafsdóttur; andlát hennar – hún er talin hafa verið sett á ótímabæra lífslokameðferð af Skúla – er eitt af þeim þremur sem lögreglan rannsakar ennþá en hefur ekki gefið út ákæru; lögreglan hefur gefið út kæru í sex málum eins og Mannlíf hefur fjallað mikið og ítarlega um og mun gera áfram.

Mannlíf hafði samband við Óla og fékk góðfúslegt leyfi til að  birta athugasemd hans:

„Dag einn tegar mamma var ad fara i kemo, hringdi hun i mig eldhress og glöð, eg spyr hana hvernig hun hefur það. Mamma svarar bara frábært, eg vildi bara heyra i barninu minu

- Auglýsing -
❤️Segir mer ad hun vilji heimsækja litla bróður minn i Glasgow.
eg sagdi, hringdu í mig þegar þú ert búinn. Hun hringir ekki, eg hringi og hun svarar ekki, eg hugsa hun er busy.
Daginn eftir er eg i vinnuni og systir min hringir i mig grátandi og segir ad ástandið á mömmu se alvarlegt.
eg flyg heim sama dag og beint uppa spitala, eg kem inni stofu tar liggur hun er sofandi. eg og vrodur minn sitjum hja henni um nóttina.
daginn eftir þá er komid inn og gefid verkjalyf, aftur og aftur.
Eg fer ad undrast, hvar er vatnið? tarf hun ekki ad drekka eitthvað, af hverju er hun ekki med vökva?
Mer er sagt ad tad er hættulegt tegar hun er a verkkalyfjum. En vid mættum reyna ad gefa henni svamp med vökva i munnin.
vid sitjum tarna dag eftir dag, ad reyna gefa henni vökva, hun tekur oft a móti, og vid reynum ad segja tad, heyrdu hun er ad reyna ad drekka?
fengum eiginlega ekkert svar, nema ja ja haldid afram ad reyna gefa henni.
Mamma var alltaf ad reyna ad standa upp, eg sat med henni, helt a henni meðan höfuð hennar hvildist a öxlum minum.
Öll i fjölskyldunni voru ringluð og vissi EKKERT hvad var ad gerast. NULL upplýsingar.
Svo kemur Skúli inni stofu, segir einhverja brandara, og fer ad spyrja mig uti Danmörku, eg horfi a hann furðu lostinn, Er þessi maður fáviti? Mer fannst hann hrokafullur og alveg sviptur öllum mann kærleika.
Eg þekki þessar týpur, er menntadur sjúkraliði og hef unnið i fjolda ára a spitala.
Dagarnir líða, vid i fjölskyldunni rifumst og grátum og hlæjum saman, vissum ekkert hvad var ad gera, og eg spyr eftir vokva endurtekið.
ALDREI var okkur tjáð ad mamma var a lifslokamedferd, þótt eg se menntadur sjúkraliði, þá var eg kolringladur sitjandi frá 8 a morgnana til 12 a miðnætti ad reyna ad láta hana drekka.
eg veit ad mamma var með ólæknandi krabbamein, en hun fekk aldrei séns, tad var dælt i hana morfini, þótt hun var ad reyna ad tala, hun vildi standa upp, hun atti margt ogert, tildæmis ad kveðja.
Eg man afi minn sagdi vid læknirinn. „Þú ert at fremja morð herna beint fyrir framan okkur“
Þetta endar med ad hun er flutt i stærra herbergi, með eldhusi og stofu. litli brodur minn segir vá, flott herbergi, mikid pláss fyrir okkur.
eg sagdi, littu i kringum þig!! tad voru krossar og biblíur ut um allt, tetta er enda herbergið. Litli bróður minn held mig minnir sagdi, „what the fuck“
Eina sem mer tykir vænt um, er ad við öll systkini héldu öll utan um mömmu i sidustu andardrætti.

Þetta er i fyrsta skiptid sem eg segi fra minni personulegu upplifun, eg finn með þér og þakka þér fyrir baráttu þína.“

Hér fyrir neðan má sjá færslu Begga Dan.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -