Laugardagur 21. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Bændur segja varaþingkonu Pírata út á túni – Segir hesta deyja úr kulda: „Hahah er þér alvara?”

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Valgerður Árnadóttir, varaþingkona Pírata og formaður Samtaka grænkera, fullyrðir á Twitter að það ætti að vera ólöglegt að hafa útigangshross úti í vondu veðri. Í það minnsta segir hún óeðlilegt að það sé löglegt. Óhætt er að segja að tíst hennar hafi vakið sterk viðbrögð meðal sumra á samfélagsmiðlinum og virðast flestir bændur.

Valgerður birti myndina sem sjá hér fyrir neðan á sunnudaginn og skrifaði: „Meðan við sitjum inni í hlýju húsunum okkar og bölvum veðrinu eru þúsundir útigangshrossa að blotna í þessu veðri og svo kemur frost og þeir frjósa. Versta mögulega ástand fyrir hesta og ekkert eðlilegt við að það sé löglegt eða talið „boðlegt”.“

Nokkrir skrifa athugasemd og spyrja hvort hún sé að grínast. Líkt og einn sem segir: „Hahah er þér alvara ? Þú ættir sennilega frekar að vera að pæla í borgarlínu.“

Nemandi nokkur við Landbúnaðarháskólann er þó málefnalegur og skrifar: „Sem nemandi við Landbúnaðarháskólann, langar mér eindregið að mæla með því að þú lesir þér til um atferli og þróun Íslenska hestsins áður en þú ferð að spúa útúr þér misgáfulegum “staðreyndum”. Skal meir að segja bjóðast til þess að finna fræðilegar greinar á þessu sviði.“

Annar skrifar: „Mér finnst þetta mjög áhugaverð pæling. Ef hross væru ekki tamin eða eru villt. Væri þá ekki sama eða verri staða uppi? Er þá eina lausnin að losa landið alfarið við hross, sem og önnur villt dýr sem líður illa í svona veðri.“

- Auglýsing -

Því svarar Valgerður: „Hestar eru ekki villt dýr, þeir eru allir í eigu fólks sem á ekki að eiga fleiri hesta en þau geta komið á hús að mínu mati. Hestarnir eru líka innfluttir og eiga ekki að vera villtir hér. Fjöldi þeirra deyr vegna kulda og vosbúðar ár hvert og þúsundir þeirra eru blóðmerar.“

Er einhver buinn að tékka á hagamúsinni?

Einn maður hefur Valgerði að háði og spotti og skrifar: „Jújú íslenski hesturinn sem er buinn að vera herna í 1200 ár og fær vetrafeld er orðið kalt. er einhver buinn að tékka á refunum og hagamúsinni ætli þau séu ekki líka að krókna.“

Valgerður svarar þessu fullum hálsi og segir: „Veistu hvað það eru margir hestar sem deyja vegna veðurs árlega? Veistu hvað hestum er búið að fjölga mikið síðan fyrir 1200 árum?“

- Auglýsing -

Kona nokkur efast um að margir hestar deyji úr kulda. „Væri mikið til í að sjá heimildir sem styðja við staðhæfinguna þina um að þúsundir hrossa deyja á hverjum vetri á Íslandi vegna kulda.“

Þessu svarar Valgerður: „Í fyrsta lagi sagði ég ekki að þúsundir deyja vegna kulda. Ég sagði að fjöldi þeirra deyr, en þar sem eigendum er ekki skylt að tilkynna það þá veit ég ekki hve mörg, frétti bara reglulega af því. Útigangshross eru þúsundir og blóðmerar um 5000 af þeim.“

Frá Síberíu

Svo er ein kona sem svarar Valgerði í nokkuð löngu máli. Hún skrifar: „Það fer svo í mig þegar fólk sem veit svo greinilega lítið um landbúnað fer að hrauna yfir bændur útaf því hvernig þau sinna dýrunum sínum. Þetta er líka bara mjög slæmt lúkk og ég mæli með því að fræða sig aðeins um málin áður er man fer að predika yfir fólk.

Íslenski hesturinn hefur verið hér á landi í 1200 ár og hefur þolað íslenskan vetur í allan þann tíma. Vala minnist á að Íslenski hesturinn er upprunalega innfluttur, sem rétt, hann kom fyrst frá Mongólíu og Síberíu, þar sem vetrarveður er ekki mikið betra en hér.“

Hún heldur svo áfram og segir: „Annars hefur innflutningur á hestum verið ólöglegur í það langan tíma að þessi stofn hefur haldist frekar óbreyttur síðan hann kom hingað og hjarðeðli íslenska hestsins og eiginleiki hans til að þola kaldar og snjómiklar vetraraðstæður ekki verið ræktað eða þjálfað úr þeim

Svo lengi sem hrossin fá vel að borða og fá gott skjól er snjór og kuldi ekkert vandamál. Það fyrra leysa bændur með því að koma með hey í hólfin til hestanna ef þarf og það seinna er leyst með því að byggja skjólveggi ef þau finna ekki náttúrulegt skjól.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -