Laugardagur 21. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Starfsmenn segja Íslandshótel minna á þrælabúðir: „Tilraun til nauðgunar er hluti af vinnu ykkar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, fullyrti í gær í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni að Efling væri að „ráðast á eitt fyrirtæki“. Samninganefnd verkalýðsfélagsins samþykkti í vikunni verkfallsboðun sem tekur til starfsstöðva Íslandshótela.

Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og ferðamálaráðherra, tók svo í sama streng í kvöldfréttum RÚV og sagði þetta ósanngjarnt af Eflingu. Nafnlausar frásagnir fyrrverandi starfsmanna fyrirtækisins benda þó til þess að það sé jafnvel mjög viðeigandi að verkfallið beinist að Íslandshóteli.

Í þræði á samfélagsmiðlinum Reddit eru nokkrir sem vara fólk við að starfa hjá fyrirtækinu. Umræðan hófst í gær þegar einn notandi spurði um reynslu fólks af slæmum vinnustöðum og yfirmönnum á Íslandi. Fjölmargir svöruðu og eru mörg fyrirtæki nefnd á nafn, svo sem ÁTVR og skemmtistaðurinn Gaukurinn. Hér má lesa allar þær sögur. ´

Nokkrir nefna þó Íslandshótel eða Fosshótel, en sama fyrirtæki rekur þau bæði. Einn notandi lýsir reynslu sinni af því að vinna á hótelinu svo: „Fosshótel ( Íslandshótel) nota vankunnáttu starfsmanna sinna á réttindum sínum til að svindla á þeim. Þau borga nærri aldrei yfir lágmarkslaunum samkvæmt kjarasamningum. Starfsmenn fá oft ekki lágmarkshvíld sem kveðið er á um í kjarasamningum. Erlendis starfsmenn á lélegum launum vinna vinnu latra Íslendinga sem eru í áskrift af launum sínum og gera lítið sem ekkert. Starfsmenn fá fáar pásur og vinna oft 12 tíma á fótunum.“

Viðkomandi heldur áfram og segir starfið hafa minnt sig á þrælabúðir. „Öryggismyndavélar eru á þeim einu stöðum þar sem hægt er að sitja í sófum til að hlaða batteríin til að halda áfram vinnu. Micromanaging yfirmenn labba um allan daginn og passa að starfsmenn eru ekki að taka „óþarfa“ pásur eins og þetta séu þrælabúðir. Þau ná lítið að halda í starfsmenn vegna lélegra kjara og mikillar vinnu, fyrir utan þá starfsmenn sem eru komnir með Stockholm Syndrome. Íslandshótel hagnast um hundruðir miljónir á ári og mestmegnið af því er greitt út sem arður til örfárra eigenda. Ekki láta ykkur detta í hug að sækja um hjá þessum hótelum eða gefa þeim viðskiptin ykkar.“

Fleiri hafa svipaða sögu að segja af fyrirtækinu. Annar segir tekur undir og skrifar: „Vann hjá þeim í aðeins meira en 1 og hálft ár. Upplifun mín var sú sama, þegar öllu lokaði í covid fann ég mér nýja vinnu. Skellti næstum uppúr þegar yfirmaður hringdi í mig og spurði hvort ég kæmi ekki tilbaka þegar það var opnað aftur.

- Auglýsing -

Sá þriðji segir hótelstjóra hafa sagt við starfsmenn sem unnu í spa hótelsins: „Kynferðisleg áreitni og tilraun til nauðgunar er hluti af vinnu ykkar“.

Sá fjórði lýsir reynslu sinni svo: „Ég vann á Fosshótel Reykjavík frá opnun í kannski 1-1.5 ár. Þau ákváðu eftir nokkra mánuði af allir myndu fá vinnujakkaföt. Ég var ekki hrifinn af hugmyndinni (léleg gæði, svitnaði ótrúlega mikið í móttökunni, ljót). Svo var okkur sagt að við ættum að þvo þau sjálf. Mér fannst það mjög skrýtið. Kvartaði smá. Spurði trúnaðarmanninn hjá stéttarfélaginu hvort það mætti. Yfirmaðurinn minn komst að því, varð algjörlega brjálaður og tilkynnti að nú yrði stríð, og byrjaði að koma mjög illa fram við mig, af ásettu ráði. Gaur sem ég kunni mjög vel við fyrst. Ekki eftir þetta. Aðstoðarhótelstjóri reyndi líka að fá mig til að tala við sig i staðinn fyrir trúnaðarmanninn (nýbúið að reka hann þá). Hún sagðist vera trúnaðarmaðurinn (hún var það ekki, auðvitað). Ógeðslegt pakk. En mjög skemmtilegir samstarfsmenn. En ekki Gunnar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -